sunnudagur, september 11

oomphaloopha

í dag fyrir 4 árum sat ég hjá Ljósu minni á Rekagranda að borða ristabrauð með sultu og osti, með súkkulaðimjólk í hönd fyrir framan sjónvarpsskjáinn.
Við eyddum öllum deginum í að drekka í okkur upplýsingar um WTC.... daginn eftir í skólanum tilkynnti ég frönsku kennaranum að ég væri "auðvitað" ekki búin með verkefnið þar sem að heimurinn væri að fara til helvítis og hverjum er þá ekki sama hvort ég geti sagt á frönsku að mér sé illt í maganum!
Nú 4 árum seinna sit ég heima hjá mér, ein, að borða pönnukökur með sykri frá ömmu með kók í gleri að spá í að nota svipaða afsökun á morgun þegar ég mæti eldhress til guðmundar tölfræðikennari....

Neinei, ég er bara í svo mikilli skipulagsgleði að ég kem mér ekki að því að byrja að læra!
Ég er búin að gera fjárhagsáætlun út þetta ár, jóla- og afmælisgjafa listann minn og senda hann út og lista yfir jóla og afmælisgjafir sem ég gef og er byrjuð að kaupa nokkrar......

Fjárhagsáætlunin er ekkert sérlega hressandi þar sem að ég mun eiga 6 þús krónur mánarlega til að "flippa" með, spennandi það. Ég vona að ég þurfi ekki að fara til Arnars pjöllulæknis eða kaupa mér íbúfen..plís stelpur, ekki eiga afmæli!! Smá grín í mér, þetta verður í lagi. Ég er rík fjölskyldulega séð, ég og pabbi fórum í Maður lifandi í vikunni þar sem ég fékk endalaust af lífrænum mat og te. Ég og mamma fórum svo í Bónus í gær þar sem ég fékk tvo troðfulla poka af heilsumat....
Eins og ég segi, ég er rosalega rík. Ég á fullan ísskáp af mat , íbúð sem er hlý og fín og vini og fjölskyldu sem elska mig, hvað meira er hægt að biðja um?

Nýnemakvöld Animu heppnaðist mjög vel þrátt fyrir að hafa dröslað rennblautum 80 manna hópi upp í Öskjuhlíð og gefið þeim blaut pulsubrauð og volgan bjór. Nýnemarnir voru ekkert smá sáttir og fannst þetta alveg frábært, ég var um það bil að breyta öllum líkamshárið í svaka smart silfurlit.
Ég meira að segja eignaðist aðdáanda. Frekar fyndið.
Ég hef aldrei verið með strák sem er jafn gamall og ég, hvað þá yngri! Mér finnst ég bara enn of ung til að fara að vera með yngri strákum ÞÓ er ég alveg til í að skoða undantekningu á þessari reglu......til í að SKOÐA ekki framkvæma.....
Hann er ´84 þessi elska og elti mig á röndunum. Hann sat við hlið mér og svona óvart strauk á mér hnéð. Hann dró mig á dansgólfið og reyndi að ná augnkontakti. Hann bömpaði mig, Hann bauð mér upp á drykk. Hann elti mig á annan skemmtistað. Hann hvarf þegar ég leit undan þegar hann veifaði og kallaði nafnið mitt.
æ litli busastrákur...... krúttlegasti klár en ekki alveg my cup of tea en rosa mikil dúlla (einmitt það sem allir strákar vilja vera kenndir við).

Systir mín kom og gisti hjá mér um helgina. Við fórum á Charlie and the Chocolate factory, BRAVO BURTON!!!!
mér fannst myndin alveg æðislega, ég mæli hiklaust með henni. Þessi fer á listann yfir must see-must own myndir hjá mér. Við sáum trailerinn úr Narniu og Harry Potter 4, skemmtilegt bíó season framundan, sem betur fer eru 3 bíóferðir á mánuði inn á fjárhagsáætlunni minni (eða bara 2 ef ég vil kaupa e-ð í bíóinu).

Brennómótið á fimmtudaginn heppnaðist bara ágætlega og kannski í lagi að minnast á það að mitt lið VANN Í ÖLL SKIPTIN!!!! jey fyrir okkur, ég stóð og öskraði á kantinum eins og þrautreyndur handbolti/dodgeball þjálfari, keppnismanneskja kom fram í mér, því verður ekki neitað.

Fólk hefur verið að hafa mikla skoðun á því að ég ætli EKKI að vinna neitt með skóla, það virðist trufla fólk ofbosðlega. Þetta fólk verður bara að eiga það við sig. Ég ætla að vera í skólanum. Það er vinnan mín. Ég vinn meira en 250 klst á mánuði.
Ég segi ekki við fólk í 100% vinnu "afhverju færðu þér ekki aukavinnu allar þessar helgar sem þú ert í fríi?"
Fólk sem ekki hefur stundað háskólanám skilur þetta bara ekki.
Kannski er vinna bara ofmetin.
Tilhvers að púla sér út í einhverri vinnu þegar ég hef bara nóg að gera í því sem ég er í? Vá, get ég þá keypt mér peysu og stígvél í hverjum mánuði?
Frekar verð ég bara heima í kósí heitum og hita mér te sem ég set í könnuna mína og fer út að labba.
Allt þetta fólk sem er svo æst í að ég fara að vinna getur bara unnið aukalega og lagt inn á mig, ég tek fúslega við framlögum.

Stelpan virðist vera HOT eins og Paris myndi kalla það, eða kannski er ég bara að upplifa mig hot, hvort það er veit ég ekki en ég veit að það hefur aukist athygli stóðhestanna til þessa litla folalds..... sem er alltaf skemmtilegt. Kannski líka sérstaklega í ljósi þessa að brúnkan mín er næstum alveg farin og ég er eins og Sálin hans Jóns míns, skellótt.

Vikan stefnir í fundi og lærdóm, eitt opnunarpartý og Borgarleikhúsið í kvöld...alltaf nóg að gerast.

Ég er búin að komast að því hvað ég óttast mest í lífinu.
Ég er terrified að koma heim og einhver(maður í öllu svörtu með svarta grímu) er að fela sig heima hjá mér og ræðst á mig og pyntir og pínir í sick twisted kynferðislegar fantasíur sýnar. Og að einhver sé á glugganum mínum að fara að brjótast inn og einmitt verða sick og twisted.
Ég tók smá paranoiju um daginn og kíkti inn í sturtuna og inn í skáp....nú er ég orðin obsessed á sturtunni og er alltaf að kíkja....
sturtunni minn er líka ekkert of vel við mig. jú hún er stór en sturtuhausinn er kreisí. ég fékk ágætishugmynd um hvernig ég get búið til botn fyrir sturtuna sjálf... þarf bara að hrinda því í framkvæmd. svona get ég verið hugmyndafrjó, hlutirnir gerast fyrir 8 á morgnanna á sunnudögum....

ég fæ kannski heimsókn frá útlöndum eftir 2 vikur, bara kannski. ef af heimsókn verður þá verð ég fjarverandi bæði andleg og líkamlega, það verður slökkt á síma og interneti og fólk verður bara að gjöra svo vel og bíða til mánudagsmorguns. svoleiðis er það nú bara. en bara kannski...kannski...kannski....

best að fara að tjekka á deitinu mínu fyrir kvöldið og glugga í þessa blessuðu tölfræði...

youve got to let love rule
siggadögg

Engin ummæli: